Myndlistarnámskeið: LITAGLEÐI OG SKYNJUN
Jun
15
to Jun 29

Myndlistarnámskeið: LITAGLEÐI OG SKYNJUN

Þriggja vikna myndlistarnámskeið. Ekki krafist fyrri reynslu af myndlist. Skoðuð verður saga litanna, litskynjun, gerðar spennandi litatilraunir og tilraunir með blöndun lita af ýmsu tagi. Við förum á listasafn og skoðum verk út frá litahugmyndum.

Framhaldsnámskeið Litagleði og skynjun II mun fylgja í kjölfarið þar sem skilningur á litum verður dýpkaður.

Hvar: Vinnustofa listmálarans í Garðabæ og Listasafn (nánari upplýsingar síðar).

Hvenær: 3 vikna námskeið auk heimasóknar á listasafn. Kennslutímar: mið 15. júní  kl. 20-21:30, heimsókn á listasafn (1 klst. dagsetning samkomulag), mið. 22. júní frá kl. 20-21:30 og mið. 29. júní kl. 20-21:30.

Verð: 9 þús. (efni innifalið, blöð, litir og tilheyrandi)

Skráning á netfanginu huldahlin@live.com eða í síma 8987701. 

Um kennarann: Hulda Hlín er útskrifuð í málaralist frá Listaakademíu Rómar auk mastersprófs í listasögu með áherslu á litafræði og merkingafræði lita. Kennsluréttindi og kennslureynsla.

View Event →